© Haukur Snorrason/photos.is 

Fjarri mannabyggð

Hér mætumst við þá aftur
litla stolta fjallkonan mín
á nýjum krossgötum öræfavillunnar.

Leiðumst nú burt úr Ódáðahrauni
og hverfum í mistrið á Sprengisandi.

Dilli okkur þar inn í svefninn langa
hin kulsæla flauta gleymskunnar
með vögguvísunni eilífu
um barnið sem aldrei varð til.

Jóhannes úr Kötlum