© Haukur Snorrason/photos.is 

Eftir endalaus skammdegiskvöldin

Saltur sjór sem skvettist
endalaus dægur haustsins
þegar dimman lengist – dagurinn styttist.

Hvítur mávur sem flögrar
sest á bryggjusporð, mastur skips
meðan fólkið þyngist á brún – dagurinn styttist.

Seinna – löngu seinna
eftir endalaus skammdegiskvöldin
takast sólin og himinninn í hendur
og lita veröldina bláa.

Lita veröldina bláa
og dagurinn lengist á ný.

Elísabet Þorgeirsdóttir