© Haukur Snorrason/photos.is 

Hrafnseyri

Alltaf er lítil eyri
Arnar við djúpan fjörð
hvort sem ég framhjá keyri
eða kveð þar á dyragjörð.

Þar situr minn seigur nafni
í sjálfstæðisbaráttu enn,
þó Sigurðar Jóns í safni
sonar sé allt í denn.

Þar er skemmtun að fara úr skónum,
og skrafa við hárin grá.
Sagan er sögð með prjónum,
í sokkum er hlustað á.

Hallgrímur Helgason