© Haukur Snorrason/photos.is 

Surtsey
(drög að nýrri Völuspá)

Nokkur þúsund árum
eftir að Atlantis sökk,
reis þessi litla svarta
eyja úr djúpinu og
sendi frá sér myrk
reykmerki sem helstu
jarðvitringar réðu svo:
„Þegar ný jörð rís úr
hafi, táknar það að
von er um heiminn“

Nú vaxa þarna
fölgrænar jurtir.
Ef orrustuvélar
fljúga þar yfir,
hlekkist þeim á

Gyrðir Elíasson