© Haukur Snorrason/photos.is 

Á Barðaströnd

Systurnar í morgunbirtu
að sækja vatn í lækinn.
Það fara bílar um veginn
og rykið berst yfir okkur

Öll saman í lynginu
með kæliboxið á teppi,
kjarnafjölskylda
með rofinn kjarna

Lítið skilti bendir á dular-
fulla gönguleið yfir fjallið.
Hér var mikill skógur með
risafurum fyrir ellefu
milljón árum

Gyrðir Elíasson