© Haukur Snorrason/photos.is 

Hekla

Óvanur útsýni til heimsfrægra fjalla
renni ég augum til Heklu
hinnar skapmiklu samlöndu minnar.

Ég kem á bæ en bóndi er að heiman
þotinn eftir hjálp við brotið drifskaft.
Ég snakka við húsfreyju um votviðri og sprettu
hún sendir yngsta krakkann með skræling í hænsnin.

Á hlaðinu núllar áttræður afinn
mjólkurbílstjórinn lýgur í hann fréttum.

Niður heimkeyrsluna hugsa ég um fjallið
brysti það þolinmæði hyldust túnin ösku
á löngum morgni.

Ég yrði fjarri en þættist heyja vel
í viðburðahlöðu mína.

Anton Helgi Jónsson