© Haukur Snorrason/photos.is 

Sólstafir

Og ég man eftir morgni
í möðrudal á efrafjalli
og stúlku sem var þannig búin
að ský huldi hana í framan
og rjómaskán ofan í mitti
og niður um hana féll snjóskriða
og hún stóð rétt eins og kerti
steypt úr tólg eða hvítri hraunleðju
sem í jaðrana tvinnaðist saman við fjaðrirnar
kríngum svanshaminn í götunni.

Þessi stúlka sýndist horfa í fjarskann
á eitthvað sem líktist stjörnu með hala
eða herskara álfta í hæstum hæðum
og svo spurði hún í einlægni:
Er þetta resept eða ástarbréf gæskur?

Og þegar ég rifja þetta upp
líður mér eins og hafnarstúdent
sem er nýstiginn á skipsfjöl.

Linda Vilhjálmsdóttir