© Haukur Snorrason/photos.is 

Austfjarðaþokan

Séð úr klifrinu
er þjóðsagan óslitin
linnulaus bláþráður
syfjulegt fljótið silfurblátt
og vorið í móki
á héraði

uns augað er rifið opið
úr fjarlægð
og grafið í hvítu
þá er upprisinn
heflaður vetur
í upphæðum

hvílíkt
og eitthvað guðlegt
hafi niðurrétt sæng
og breitt yfir fjörðinn
þá gróðursett smáfjöll
og búið til glænýja tegund af skýjum og himni

þetta er eins og að gánga í svefni
inn í gisnari þoku og útsýn
og mér dettur í hug
að láta mig svífa á fjöður
eða hánga í hári
niður í seyðisfjörð.

Linda Vilhjálmsdóttir