Ljóð sem byrja á: H

   •  Hafið og fjallið
   •  Hagamús
   •  Hallgrímur lýkur Passíusálmum
   •  Hallormsstaðaskógur
   •  Haukurinn
   •  Haust
   •  Haust
   •  Haust hjá læk
   •  Haust í Þjórsárdal
   •  Haustfífillinn
   •  Haustið
   •  Haustið
   •  Haustið er komið
   •  Haustljóð á vori
   •  Haustmyndir
   •  Haustmyndir
   •  Haustvísa
   •  Háfjöllin
   •  Heimfylgd
   •  Heimþrá
   •  Hekla
   •  Hekla
   •  Hekla
   •  Hekla I
   •  Hekla II
   •  Herdísarvík III
   •  Herðubreið
   •  Hestavísur
   •  Hestavísur
   •  Hestklettur
   •  Hestur og vatn
   •  Heygður var ég í haugi
   •  Heylóarvísa
   •  Hjartað langar og flýgur
   •  Hjá Víðimýrarseli
   •  Hlógu þau á heiði
   •  Hofsós
   •  Hornbjarg
   •  Hornbjarg
   •  Hornstrandir
   •  Hornstrandir
   •  Hófsóley
   •  Hótel Varmahlíð
   •  Hrafnseyri
   •  Hret
   •  Hringurinn
   •  Hrjóstur
   •  Hrossagaukur
   •  Hugsað til Herdísarvíkur
   •  Hugsað til Hornstranda
   •  Hugur minn
   •  Hulduljóð
   •  Húm
   •  Húsavík við Skjálfanda
   •  Hvalfjörður
   •  Hvalfjörður
   •  Hví skyldi ég ei vakna við
Dálkur: Ð Röð: 21
© Haukur Snorrason/photos.is 
Hugsað til Hornstranda

Víða liggja „verndaranna“ brautir.
Vart mun sagt um þá,
að þeir hafi óttast mennskar þrautir,
eða hvarflað frá,
þótt þeim enga auðnu muni hyggja
Íslandströllin forn.
Mér er sagt þeir ætli að endurbyggja
Aðalvík og Horn.

Við sem eitt sinn áttum þarna heima
undrumst slíkan dug.
Okkur þykir þægilegt að gleyma
því sem skelfdi hug.
Gleyma ísi og útmánaðasveltu,
angri, kotungsbrag.
Muna gróðurilm og sjávarseltu,
sól og júnídag.

Hungurvofur, hrjósturbyggðir kaldar
hugdeig flýðum við.
Vitið samt: Þær eru eftir taldar
ykkur, hetjulið,
vegna þess hann afi okkar hlóð þar
ofurlítinn bæ,
vegna þess að vaggan okkar stóð þar
varin hungri og snæ.

Láttu, fóstra, napurt um þá næða
norðanélin þín,
fjörudrauga og fornar vofur hræða.
Feigum villtu sýn,
þeim, sem vilja virkjum morðsins níða
vammlaust brjóstið þitt.
Sýni þeim hver örlög böðuls bíða
bernskuríkið mitt.

Byltist, fóstra, brim í geði þungu.
Barnið leitar þín.
Legg mér hvessta orðsins egg á tungu,
eld í kvæðin mín.
Lífsins mátt og orðsins afl þar kenni
ármenn réttar þíns.
Níðings iljar alla daga brenni
eldur ljóðsins míns.

Jakobína Sigurðardóttir
  prenta