Ljóð sem byrja á: N
Dálkur: C Röð: 48
© Haukur Snorrason/photos.is 
Njarðvíkurskriður
Allan daginn langar mig að spyrja hver hafi hengt þennan veg
utan á fjallið og hvort það hafi verið hans síðasta verk það
sumarið því haustið hlýtur að koma strax á eftir svona vegi þar
sem brimið rótast undir höfðinu þegar lagst er á bakið úti í
kanti og horft upp hlíðina þar til hún gefur sig og hrynur í
andlitið.

Sigurbjörg Þrastardóttir
  prenta