Ljóð sem byrja á: K
Dálkur: G Röð: 46
© Haukur Snorrason/photos.is 
Kaldaskarðsvísur

Kominn ert þú í Kaldaskarð.
Kvöldsett; blástur og regn.
Horfinnar tíðar hestaslóð
hlykkjast vestur í gegn.

Hvergi lindir og hvergi snöp.
Hvergi verður hér áð.
Og annar vegur er enginn til
eftir að hingað er náð.

Þú gengur í vestur. Gatan forn
er grópuð í landið bert.
Aftanskíman ítrekar það
á hvaða leið þú sért.

Hannes Pétursson
  prenta