Ljóð sem byrja á: U
Dálkur: J Röð: 37
© Haukur Snorrason/photos.is 
Undir annars nafni

Hví und úfnum
öldubakka
sjónir indælar
seinkar þú að fela,
blíða ljós,
að bylgjuskauti
hnigið hæðum frá!

Hve máttu augum
eymdafjöld
láðbyggjenda líta?
Margir ro menn,
þó er mæða fleiri
hvers und brjósti byrgð.

En þú brosir
og burtu snýr
nýt á niðurvegu,
sól sorgfría!
Sofnir ro laukar
þeirs lifðu ljós þitt við.

Austur sér eg fljúga
að Esjutindi
hrafn af húsmæni,
hvar um gráföl ský
golu rekin
hefjast himni mót.

Bíddu, austankul!
Andvörp mín
máattu of bylgju bera
til innar ungu
athvarfslausu
sem mitt hjarta hlaut.

Jónas Hallgrímsson
  prenta