Ljóð sem byrja á: G
Dálkur: Ð Röð: 32
© Haukur Snorrason/photos.is 
Garður í stórborg

I

Regnið vex.
Það bergmálar regn undir trjánum.
Tifar í örþunnum straumi
hvíslandi magni að eyrum.
Hvina í lofti og suða
gúmmílensur
á leið niður,
niður undir jörð.

Regnið vex.
Á óendanlega þögn mannsins.
Enginn guð engin sála
undir tjaldi trjánna.
Yfir okkur er fljótið,
máttur og haf
-þar sigla kajakar og flekar.
Yfir okkur er fljótið
-Ófelía á vængjum þremur
baðar sig
og veltir sér hægt á hlið.

För okkar leirug
niður þrönga stigu.
Regnið vex.
Stofnarnir slá á hjarta mitt.
-Þú þefar uppi hvert mitt skref.
Stofnarnir slá á hjarta mitt.
Þú ert villt dýr,
kæfir mig
en tapar
leggist ég
á jörðu.

Kristín Ómarsdóttir
  prenta