Ljóð sem byrja á: G
Dálkur: Ð Röð: 31
© Haukur Snorrason/photos.is 
gengur hringinn sinn

fiðrildin öll orðin litlaus lemjandi utan birtur á
kvöldin eins og komi aldrei framar dagur og
kannski er það rétt hjá þeim þegar sólin seig
bak við hringinn sá ég blóm heimsins opnast og
gul velgja eins og af hunangi steig upp hálsinn
tappinn á æðaleggnum við úlnliðinn opnaðist og blóð
lak í lakið allt eins og býflugnabúi hnigni og drottningin
úti sjúgandi maura kyngjandi sæði áður étinna
fiðrilda í kviðinn það gengur hringinn sinn lífið og
tekur því léttilega flöktinu í númerum

Steinar Bragi
  prenta