Ljóð sem byrja á: F
Dálkur: F Röð: 35
© Haukur Snorrason/photos.is 
Fjallið

Fjarlægt og eitt
rís fjallið
úr sinubleikri sléttunni

ég veit ekki hve fjarlægt
né hvort mér verður auðið
að ná því

en hvar sem ég fer
skín sólin af fjallinu
á veg minn

og ef til vill einn morgun
verður fjallið horfið sjónum

verður sólin í augum þínum
risin yfir mig

yfir mig
fjallið

Snorri Hjartarson
  prenta