Ljóð sem byrja á: Í
Dálkur: É Röð: 7
© Haukur Snorrason/photos.is 
Í Fjörðum

Fagurt er í Fjörðum,
þá frelsarinn gefur veðrið blítt,
hey er grænt í görðum,
grös og heilagfiskið nýtt.
En þá veturinn að þeim tekur sveigja,
veit ég enga verri sveit
um veraldarreit.
Menn og dýr þá deyja.

Orgar brim á björgum
bresta öldu hestar,
stapar standa tæpir,
steinar margir veina.
Þoka úr þessu rýkur,
þjóð ei spáir góðu.
Halda sumir höldar
hríð á eftir ríði.

Björg Einarsdóttir (Látra-Björg)
  prenta