Dýr
Dálkur: F Röð: 23
© Haukur Snorrason/photos.is 
landsýn

einsog öskur
einsog mállaus þögn

og skipið hefst og hnígur
frammi fyrir brúnu bjarginu
þarsem fuglinn svífur og dettur
svo hvítur og smár

aldan blá og grá
vorkalt morgunsár

þetta er einsog stór kúkur
segir háseti sem kemur upp á dekk

þetta er mitt land
og þarna á ég heima
einhversstaðar í öllu þessu grjóti á ég heima
þarna er hlátur minn og grátur
spurn mín og svar

ganga upp bryggjuna
finnandi fót sinn við þennan stein á ný
og ganga skrefhægt upp þorpið
svo lítið svo ljótt
einsog fáviti sem manni þykir vænt um

Pétur Gunnarsson

  prenta