Atriðisorð:
Grótta




  Örnefni
Dálkur: C Röð: 38
© Haukur Snorrason/photos.is 
Gróttustemning

Hjá Gróttu svarrar sjórinn
við sorfin þarasker.
Í útsynningum dimmar drunur
drynja í eyru mér.

Þar fórust eitt sinn átján
með allt í grænan sjó.
Brimið svall við svörtusker.
Sofðu, korríró.

Oft heyrast óhljóð
útvið Gróttusker.
Á kvöldin stiginn kynjadans,
kveðið og leikið sér.

Þórbergur Þórðarson

  prenta