Atriðisorð:
Þjórsárdalur




  Örnefni
Dálkur: L Röð: 39
© Haukur Snorrason/photos.is 
Haust í Þjórsárdal

Einn sat ég, einn
       hjá alfaravegi
um hádegi í haustrauðri sól.

Og stigháir fákar
       með fjúkandi manir
fram hjá mér þutu
       án myndar og hljóðs.

Og vitund mín gróf sig
       í myrkur og moldu
með sóttheitum unaði
       svita og blóðs.

Og hjarta mitt sló
       undir stálofnum stakki
hins sterkasta manns.

Mín leyndasta kennd
       og minn dimmasti draumur
lýstu sem eldur
       úr augum hans.

Steinn Steinarr

  prenta