Dýr
Dálkur: L Röð: 47
© Haukur Snorrason/photos.is 
Grasljóð

IX

Burt með mýrar
treður hestur nýfrosna jörð
Bakvið hæð
kurrar dulbúin rjúpa
Körfublómaættin öll undir snjó

Hvar liggur vegur burt?
(ef að þá liggur vegur)

Býlin kúra engin voldug tákn
möguleika sjást í muggunni
Bein fornmanna duft í haug
Lagðir með hesti og vopnum: duft
Rofar í kúbein utan við hlöðuvegg

Hvar liggur vegur burt?
(ef að þá liggur vegur)

Í fjóshaug blunda púpur til vors
Suð vorsins bíður í freðnum skít
Vegur liggur burt til hamskipta vorsins
Gegnum tímann liggur vegur til nýrrar nálægðar
Til endurspeglunar í þiðnuðu yfirborði vatnsins

Sigurður Pálsson

  prenta