Jurtir
Dálkur: L Röð: 28
© Haukur Snorrason/photos.is 
Hlógu þau á heiði

Kyrrlátur blær á heiði hrærir
hrímsilfurstrá og fífu dána,
hvíslar í víði, bliknuð bærir
blómin við ána.

Flókar á himni, hljótt á jörðu,
haustleg úr vestri nálgast gríma.
Leikur þó skin um lága vörðu
liðinna tíma.

Blásköruð áin, blærinn stillti,
blómin og stráin hug vorn túlka:
Eitt sinn gekk hér með ungum pilti
örlagastúlka.

Ólafur Jóhann Sigurðsson

  prenta