Atriðisorð:
Ármannsfell




  Örnefni
Dálkur: Ð Röð: 22
© Haukur Snorrason/photos.is 
Sumarmorgunn

Gjárlyng og mosa mjúkir skuggar fólu,
maðra og fífill sváfu rótt á velli,
vatnið bar lit af himni, himinn fjólu,
hvítbeltuð þoka lá á Ármannsfelli.

Ljóselfur rauðar hægt um hvolfið flæða,
hamrana strjúka mjóir geislafingur.
Vaknaðu blómþjóð! Bylgjótt dalalæða
brennur og logar! fugl í kjarri syngur!

Skarlat og gull um Skjaldbreið hrynja lætur
skínandi morgunsól, en bláum nætur-
kyrtli í hlíðum Súlna sunnanmegin
árrisul sæátt sveipar fast að háum
sofandi klettum. Dögg á grænum stráum
glóir sem perlusöfn úr djúpi dregin.

Ólafur Jóhann Sigurðsson

  prenta