Jurtir
Dálkur: Á Röð: 19
© Haukur Snorrason/photos.is 
Ættjörð

Lyng í mó,
lifrautt ský á himni,
víðikló,
vorblá tjörn á heiði:
fylgja mér
fölva daga og gráa
yfir ber
borgartorg og stræti.

Fugl á grein,
fljótsins bjarti straumur,
blóm við stein,
brönugrös í hvammi:
ilm og söng
sefa mínum veita
dægur löng,
draumanætur myrkar.

Hvítan feld
hvelfdra jökultinda,
jarðareld
ólgandi í gígum
bryddan sæ
brimsins kviku földum:
sí og æ
sé ég djúpt í brjósti.

Faðir þinn
fól það allt í hjarta,
sonur minn
sama fjársjóð geymir:
Vopnin grá,
Vél og Hel og Dreki
aldrei fá
ættjörð vora sigrað.

Ólafur Jóhann Sigurðsson

  prenta