Atriðisorð:
Skúlaskeið




  Örnefni
   •  Sandgerði - Ísak Harðarson
   •  Sauðárfoss - Sverrir Björnsson
   •  Sauðárkrókur - Hannes Pétursson
   •  Saurbær - Hannes Pétursson
   •  Seleyri - Hallgrímur Helgason
   •  Seltjarnarnes - Jónas Hallgrímsson
   •  Seltjarnarnes - Þórbergur Þórðarson
   •  Seyðisfjörður - Linda Vilhjálmsdóttir
   •  Siglufjörður - Anton Helgi Jónsson
   •  Skaftafell - Þórunn Valdimarsdóttir
   •  Skaftafell - Birgir Svan Símonarson
   •  Skagafjarðardalir - Matthías Jochumsson
   •  Skagafjörður - Hannes Pétursson
   •  Skagafjörður - Matthías Jochumsson
   •  Skagafjörður - Hannes Pétursson
   •  Skagafjörður - Berglind Gunnarsdóttir
   •  Skarðsheiði - Hallgrímur Helgason
   •  Skálabrekka - Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  Skeiðarársandur - Anton Helgi Jónsson
   •  Skeljabrekkufjall - Snorri Hjartarson
   •  Skjaldbreiður - Jónas Hallgrímsson
   •  Skjaldbreiður - Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  Skor - Matthías Jochumsson
   •  Skor - Jónas Hallgrímsson
   •  Skorradalur - Þorsteinn Erlingsson
   •  Skrúður - Jónas Hallgrímsson
   •  Skutulsfjörður - Þorsteinn frá Hamri
   •  Skúlaskeið - Grímur Thomsen
   •  Snorrabúð - Jónas Hallgrímsson
   •  Snæfell - Matthías Johannessen
   •  Snæfellsjökull - Steinunn Sigurðardóttir
   •  Snæfellsjökull - Jónas Hallgrímsson
   •  Snæfellsjökull - Baldur Óskarsson
   •  Snæfellsjökull - Jóhanna Sveinsdóttir
   •  Snæfellsjökull - Haukur Ingvarsson
   •  Snæfellsjökull - Steingrímur Thorsteinsson
   •  Snæfellsnes - Gerður Kristný
   •  Sogið - Jónas Hallgrímsson
   •  Sogið - Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  Sólheimasandur - Grímur Thomsen
   •  Sprengisandur - Jóhannes úr Kötlum
   •  Sprengisandur - Grímur Thomsen
   •  Sprengisandur - Sigurður Pálsson
   •  Sprengisandur - Kristján Jónsson
   •  Sprengisandur - Jónas Hallgrímsson
   •  Stapi - Ísak Harðarson
   •  Stokkseyrarfjara - Ísak Harðarson
   •  Stokkseyrarströnd - Ísak Harðarson
   •  Stokkseyri - Ísak Harðarson
   •  Strandarkirkja - Ísak Harðarson
   •  Straumnesfjall - Einar Már Guðmundsson
   •  Straumsvík - Anton Helgi Jónsson
   •  Suðursveit - Þórunn Valdimarsdóttir
   •  Suðursveit - Jónas Hallgrímsson
   •  Surtsey - Gyrðir Elíasson
   •  Surtshellir - Þórunn Valdimarsdóttir
   •  Surtshellir - Guðmundur Böðvarsson
   •  Súlur - Sigmundur Ernir Rúnarsson
   •  Svartá - Hannes Pétursson
Dálkur: D Röð: 26
© Haukur Snorrason/photos.is 
Skúlaskeið

Þeir eltu hann á átta hófa hreinum,
og aðra tvenna höfðu þeir til reiðar,
en Skúli gamli sat á Sörla einum,
svo að heldur þótti gott til veiðar.

Meðan allar voru götur greiðar,
gekk ei sundur með þeim og ei saman,
en er tóku holtin við og heiðar,
heldur fór að kárna reiðargaman.

Henti Sörli sig á harða stökki,
hvergi sinnti hann gjótum, hvergi grjóti,
óð svo fram í þykkum moldarmekki,
mylsnu hrauns og dökku sandaróti.

Þynnast bráðum gerði fjanda flokkur,
fimm á Tröllahálsi klárar sprungu,
og í Víðikerum var ei nokkur
vel fær nema Jarpur Sveins í Tungu.

Ei var áð, og ekkert strá þeir fengu,
orðnir svangir jóar voru og mjóir,
en – þótt miðlað væri mörum engu,
móðurinn þó og kraftar voru nógir.

Leiddist Skúla, leikinn vildi hann skakka,
ljóp við Ok úr söðli og fastar gyrti.
Strauk hann Sörla um brjóst og stinnan makka,
sté á bak og svo á klárinn yrti:

„Sörli minn! Þig hef ég ungan alið
og aldrei valið nema bezta fóður.
Nú er líf mitt þínum fótum falið,
forðaðu mér nú undan, klárinn góður.“

Það var eins og blessuð skepnan skildi
Skúla bæn, því háls og eyru hann reisti,
frýsaði hart, – og þar með gammurinn gildi
glennti sig og fram á hraunið þeysti.

Á kostum Sörli fór í fyrsta sinni, –
furðar dverga, hve í klungrum syngur. –
Aldrei hefur enn í manna minni
meira riðið nokkur Íslendingur.

Tíðara Sörli en sendlingur á leiru
sinastælta bar í gljúfrum leggi,
glumruðu Skúla skeifurnar um eyru,
skóf af klettunum í hófa hreggi.

Rann hann yfir urðir eins og örin
eða skjótur hvirfilbylur þjóti.
Enn þá sjást í hellum hófaförin
harðir fætur ruddu braut í grjóti.

Örðug fór að verða eftirreiðin,
allir hinir brátt úr sögu detta.
En ekki urðu fleiri Skúla skeiðin,
skeið hans fyrsta og síðasta var þetta.

Hann forðaði Skúla undan fári þungu,
fjöri sjálfs sín hlífði klárinn miður, –
og svo með blóðga leggi, brostin lungu
á bökkum Hvítár féll hann dauður niður.

– – –

Sörli er heygður Húsafells í túni,
hneggjar þar við stall með öllum tygjum,
krafsar hrauna salla blakkurinn brúni, –
bíður eftir vegum fjalla nýjum.

Grímur Thomsen

  prenta