Atriðisorð:
Breiðafjörður




  Örnefni
Dálkur: H Röð: 14
© Haukur Snorrason/photos.is 
Ólafsvíkurenni

Riðum við fram um flæði
flúðar á milli’ og gráðs,
fyrir Ólafsvíkurenni,
utan við kjálka láðs.

Fjörðurinn bjartur og breiður
blikar á aðra hlið,
tólf vikur fullar að tölu,
tvær álnir hina við.

Hvort á nú heldur að halda
í hamarinn svartan inn,
ellegar út betur til þín?
Eggert, kunningi minn!

Jónas Hallgrímsson

  prenta