Atriðisorð:
Hraundrangar




  Örnefni
   •  Hallormsstaðaskógur - Þorsteinn Erlingsson
   •  Hallormsstaðaskógur - Halldór Laxness
   •  Hallormsstaður - Þórunn Valdimarsdóttir
   •  Haukadalsskógur - Gyrðir Elíasson
   •  Hegranes - Jónas Hallgrímsson
   •  Heiðmörk - Gyrðir Elíasson
   •  Heiðmörk - Baldur Óskarsson
   •  Hekla - Eggert Ólafsson
   •  Hekla - Jónas Hallgrímsson
   •  Hekla - Andri Snær Magnason
   •  Hekla - Anton Helgi Jónsson
   •  Hekla - Jónas Hallgrímsson
   •  Hekla - Kristján Jónsson
   •  Hekla - Steinunn Sigurðardóttir
   •  Hekla - Steinunn Sigurðardóttir
   •  Helgafell - Jón Helgason
   •  Hellisheiði - Steinunn Sigurðardóttir
   •  Hellissandur - Jóhann Hjálmarsson
   •  Hellnar - Birgir Svan Símonarson
   •  Herdísarvík - Haukur Ingvarsson
   •  Herdísarvík - Hannes Pétursson
   •  Herðubreið - Kristján Jónsson
   •  Herðubreið - Jón Helgason
   •  Herðubreið - Sigurbjörg Þrastardóttir
   •  Herðubreið - Grímur Thomsen
   •  Herðubreið - Gyrðir Elíasson
   •  Héraðsvötn - Þorsteinn frá Hamri
   •  Hjaltadalur - Matthías Jochumsson
   •  Hlíðabyggð - Matthías Jochumsson
   •  Hljóðabunga - Jón Helgason
   •  Hlöðufell - Jónas Hallgrímsson
   •  Hofsjökull - Jónas Hallgrímsson
   •  Hofsós - Hallgrímur Helgason
   •  Horn - Jakobína Sigurðardóttir
   •  Horn - Jón Helgason
   •  Hornbjarg - Jónas Hallgrímsson
   •  Hornbjarg - Þorsteinn Gíslason
   •  Hornbjarg - Theodóra Thoroddsen
   •  Hornstrandir - Theodóra Thoroddsen
   •  Hornstrandir - Eggert Ólafsson
   •  Hornstrandir - Jakobína Sigurðardóttir
   •  Hornstrandir - Hannes Pétursson
   •  Hornstrandir - Jónas Hallgrímsson
   •  Hólsfjöll - Matthías Johannessen
   •  Hólsfjöll - Bragi Ólafsson
   •  Hrafnagjá - Jónas Hallgrímsson
   •  Hrafnseyri - Hallgrímur Helgason
   •  Hraun í Öxnadal - Snorri Hjartarson
   •  Hraundrangar - Jónas Hallgrímsson
   •  Hreðavatn - Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  Hreiðarshóll - Jónas Hallgrímsson
   •  Húsafell - Grímur Thomsen
   •  Húsavík - Hulda
   •  Húseyjarkvísl - Berglind Gunnarsdóttir
   •  Hvalfjörður - Halldóra B. Björnsson
   •  Hvalfjörður - Þorsteinn Erlingsson
   •  Hvalfjörður - Anton Helgi Jónsson
   •  Hvalfjörður - Steingrímur Thorsteinsson
   •  Hvalsnes - Snorri Hjartarson
   •  Hvannadalshnjúkur - Birgir Svan Símonarson
   •  Hvítanes - Halldóra B. Björnsson
   •  Hvítá - Grímur Thomsen
   •  Hvítá - Sonja B. Jónsdóttir
   •  Hörgá - Hannes Pétursson
Dálkur: K Röð: 28
© Haukur Snorrason/photos.is 
Ferðalok

Ástarstjörnu
yfir Hraundranga
skýla næturský;
hló hún á himni,
hryggur þráir
sveinn í djúpum dali.

Veit ég hvar von öll
og veröld mín
glædd er guðs loga.
Hlekki brýt ég hugar
og heilum mér
fleygi faðm þinn í.

Sökkvi eg mér og sé ég
í sálu þér
og lífi þínu lifi;
andartak sérhvert,
sem ann þér guð,
finn ég í heitu hjarta.

Tíndum við á fjalli,
tvö vorum saman,
blóm í hárri hlíð;
knýtti ég kerfi
og í kjöltu þér
lagði ljúfar gjafir.

Hlóðstu mér að höfði
hringum ilmandi
bjartra blágrasa,
einn af öðrum,
og að öllu dáðist,
og greipst þá aftur af.

Hlógum við á heiði,
himinn glaðnaði
fagur á fjallabrún;
alls yndi
þótti mér ekki vera
utan voru lífi lifa.

Grétu þá í lautu
góðir blómálfar,
skilnað okkarn skildu;
dögg það við hugðum
og dropa kalda
kysstum úr krossgrasi.

Hélt ég þér á hesti
í hörðum straumi,
og fann til fullnustu,
blómknapp þann gæti
ég borið og varið
öll yfir æviskeið.

Greiddi ég þér lokka
við Galtará
vel og vandlega;
brosa blómvarir,
blika sjónstjörnur,
roðnar heitur hlýr.

Fjær er nú fagri
fylgd þinni
sveinn í djúpum dali;
ástarstjarna
yfir Hraundranga
skín á bak við ský.

Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.

Jónas Hallgrímsson

  prenta