Atriðisorð:
Egilsstaðir




  Örnefni
Dálkur: A Röð: 21
© Haukur Snorrason/photos.is 
Egilsstaðir

Þýtur í þvegnu laufi,
þvotti og snúrum á stöng.
Dagurinn deyr á plönum
dreifbýliskvöldin löng.

Og heiðin er blá eins og himinn,
hljóðsett vængjuðum þyt.
Skýin skammtur af frönskum
í skærbleikum sósulit.

Í skálanum einn með öllu
ég ái við pulsubrauðsgil.
Hún kallar á kaupfélagssvuntu:
„Kaffið er orðið til“.

Hallgrímur Helgason

  prenta