Atriðisorð:
Ísafjörður




  Örnefni
Dálkur: J Röð: 20
© Haukur Snorrason/photos.is 
Ísafjörður

Fjöllin verka ýmist á mig líkt og greip
reiðubúin til að hremma eyrina
eða lófi sem skýlir flöktandi kveik.

Enn standa lífsreynd hús
frá kaupmennskutíð í Neðsta og Efsta.
Marga sáu þau rata í sálarháska
áður en breiðir menntavegir komu til.

Ég heyri sögur um kröftugt alþýðufólk;
erfiði þess hlóð undir skólana
þar sem nöfn höfðingja eru varðveitt
og tímar átaka ætíð liðnir.

Afkomendurnir kannast síður við þrengingar
snúa baráttusöngnum
í róman með farsælum endi.

Anton Helgi Jónsson

  prenta