Atriðisorð:
Búlandstindur




  Örnefni
Dálkur: E Röð: 31
© Haukur Snorrason/photos.is 
Djúpivogur

Bakvið gluggatjöldin leynast augu
þetta pláss er sem önnur með forvitin tillit.
Allt virðist leika á meginásum lífsins
kaupfélagi, fiski.

Á hótelinu eru einhleypir karlar í fæði.
Aðrir kvænast innan við tvítugt
framleiða síðan á eigin kostnað
verðandi sjómenn og dætur.

Ef þokunni léttir sést píramídi
Búlandstindur
minnisvarði norræna konungakynsins.

Hér um slóðir má lesa úr hörundslitnum
að menn af ýmsu þjóðerni
vörðu stofninn gegn úrkynjun.

Anton Helgi Jónsson

  prenta