Dýr
   •  hagamús - Hannes Pétursson
   •  haukur - Hulda
   •  haukur - Theodóra Thoroddsen
   •  hestar - Sjón
   •  hestar - Hannes Hafstein
   •  hestar - Eggert Ólafsson
   •  hestar - Einar Bragi
   •  hestur - Jónas Hallgrímsson
   •  hestur - Jónas Hallgrímsson
   •  hestur - Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  hestur - Hannes Pétursson
   •  hestur - Jón Þorláksson
   •  hestur - Jón Þorláksson
   •  hestur - Steingerður Guðmundsdóttir
   •  himbrimi - Andri Snær Magnason
   •  himbrimi - Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  hrafn - Jóhann Jónsson
   •  hrafn - Jónas Hallgrímsson
   •  hrafn - Birgitta Jónsdóttir
   •  hrafn - Theodóra Thoroddsen
   •  hrafn - Þórarinn Eldjárn
   •  hrafn - Steingerður Guðmundsdóttir
   •  hrafn - Jóhann Hjálmarsson
   •  hrafn - Elísabet Jökulsdóttir
   •  hrafnar - Guðrún Auðunsdóttir
   •  hrafnar - Sigurður A. Magnússon
   •  hrafnar - Matthías Jochumsson
   •  hreindýr - Ingunn Snædal
   •  hrossagaukur - Snorri Hjartarson
   •  hrossagaukur - Sveinbjörn Egilsson
   •  hrossagaukur - Hannes Sigfússon
   •  hrútur - Jónas Hallgrímsson
   •  hunangsfluga - Jónas Hallgrímsson
   •  hunangsfluga - Jónas Hallgrímsson
   •  hunangsfluga - Hannes Sigfússon
   •  hundar - Steinunn Eyjólfsdóttir
   •  hundur - Jónas Hallgrímsson
Dálkur: É Röð: 16
© Haukur Snorrason/photos.is 
Myndir af Melrakkasléttu

Vegurinn liggur
á sléttunni og hvílir
sig eftir fjallið

Til sjávar teygir
vegurinn hlykkjótta hönd
með hús í lófa

Húsið er gul sól
stafar geislandi börnum
að lygnum lónum

Í bláþræði frá
lóni til sjávar hanga
óveiddir fiskar

Í fjöru liggja
eldar forfeðranna eins
og rekadrumbar

Svartbakur syngur
um ókomandi framtíð
æðarunganna

Selur á svamli
sér að fólkið á gangi
hefur selsaugu

Fólkinu fylgir
svart og hvítt óveðursský
vokandi kría

Í víghreiðrunum
klekjast út loftárásir
komandi sumra

Himbriminn kallast
á við kyrrðina og kveðst
á við sólina

Sólin liggur á
sjóndeildarhringnum en hún
fer ekki í kaf

Í kvöld vill hafið
enga sól í nótt verður
myrkur í djúpi

selshaminn finnur
nakta stúlkan ekki
hjá litla steininum

hún speglar sig í
vatninu og horfir á
stjarnlausa nótt

Gljásvartur fiskur
sammiðja hringir spegils
gáraður himinn.

Andri Snær Magnason

  prenta