Atriðisorð:
Hvalfjörður




  Örnefni
   •  Hallormsstaðaskógur - Þorsteinn Erlingsson
   •  Hallormsstaðaskógur - Halldór Laxness
   •  Hallormsstaður - Þórunn Valdimarsdóttir
   •  Haukadalsskógur - Gyrðir Elíasson
   •  Hegranes - Jónas Hallgrímsson
   •  Heiðmörk - Gyrðir Elíasson
   •  Heiðmörk - Baldur Óskarsson
   •  Hekla - Eggert Ólafsson
   •  Hekla - Jónas Hallgrímsson
   •  Hekla - Andri Snær Magnason
   •  Hekla - Anton Helgi Jónsson
   •  Hekla - Jónas Hallgrímsson
   •  Hekla - Kristján Jónsson
   •  Hekla - Steinunn Sigurðardóttir
   •  Hekla - Steinunn Sigurðardóttir
   •  Helgafell - Jón Helgason
   •  Hellisheiði - Steinunn Sigurðardóttir
   •  Hellissandur - Jóhann Hjálmarsson
   •  Hellnar - Birgir Svan Símonarson
   •  Herdísarvík - Haukur Ingvarsson
   •  Herdísarvík - Hannes Pétursson
   •  Herðubreið - Kristján Jónsson
   •  Herðubreið - Jón Helgason
   •  Herðubreið - Sigurbjörg Þrastardóttir
   •  Herðubreið - Grímur Thomsen
   •  Herðubreið - Gyrðir Elíasson
   •  Héraðsvötn - Þorsteinn frá Hamri
   •  Hjaltadalur - Matthías Jochumsson
   •  Hlíðabyggð - Matthías Jochumsson
   •  Hljóðabunga - Jón Helgason
   •  Hlöðufell - Jónas Hallgrímsson
   •  Hofsjökull - Jónas Hallgrímsson
   •  Hofsós - Hallgrímur Helgason
   •  Horn - Jakobína Sigurðardóttir
   •  Horn - Jón Helgason
   •  Hornbjarg - Jónas Hallgrímsson
   •  Hornbjarg - Þorsteinn Gíslason
   •  Hornbjarg - Theodóra Thoroddsen
   •  Hornstrandir - Theodóra Thoroddsen
   •  Hornstrandir - Eggert Ólafsson
   •  Hornstrandir - Jakobína Sigurðardóttir
   •  Hornstrandir - Hannes Pétursson
   •  Hornstrandir - Jónas Hallgrímsson
   •  Hólsfjöll - Matthías Johannessen
   •  Hólsfjöll - Bragi Ólafsson
   •  Hrafnagjá - Jónas Hallgrímsson
   •  Hrafnseyri - Hallgrímur Helgason
   •  Hraun í Öxnadal - Snorri Hjartarson
   •  Hraundrangar - Jónas Hallgrímsson
   •  Hreðavatn - Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  Hreiðarshóll - Jónas Hallgrímsson
   •  Húsafell - Grímur Thomsen
   •  Húsavík - Hulda
   •  Húseyjarkvísl - Berglind Gunnarsdóttir
   •  Hvalfjörður - Halldóra B. Björnsson
   •  Hvalfjörður - Þorsteinn Erlingsson
   •  Hvalfjörður - Anton Helgi Jónsson
   •  Hvalfjörður - Steingrímur Thorsteinsson
   •  Hvalsnes - Snorri Hjartarson
   •  Hvannadalshnjúkur - Birgir Svan Símonarson
   •  Hvítanes - Halldóra B. Björnsson
   •  Hvítá - Grímur Thomsen
   •  Hvítá - Sonja B. Jónsdóttir
   •  Hörgá - Hannes Pétursson
Dálkur: H Röð: 4
© Haukur Snorrason/photos.is 
Vara þig, Fljótshlíð

Það var ekki hverflyndi, Hlíðin mín kær,
sem hafði mig erlendis tafið;
ég man, hvað ég fann, er ég færðist þér nær
á fleyinu norðr yfir hafið;
og þegar að landið mitt lyftist úr mar,
þá leit ég til brúnanna þinna;
ég sagði það öngum, hvert erindið var:
þig aleina kom ég að finna.
Og hægt upp úr baðinu brosandi leið
í blikandi vorgeisla straumi
sú unnustan væna, sem vinarins beið
og vitjaði í tólf ára draumi.
Þú hafðir mig ungan í armana lagt,
ég undi mér best í þeim höndum,
og það hef ég álfunum svarteygu sagt
á Sælundar indælu ströndum.
Og oft, er ég gekk undir eikunum há
með útlendu vinunum mínum,
var hjalað um fjöllin, um hamrana blá
og hljóminn í fossunum þínum.

                   *

En nú var ég kominn á hauðrið mitt heim
og heilsaði dölum og fjöllum.
Ég sagði það hróðugur þjóðinni og þeim,
að þú værir fegurst af öllum.
Og svo var ég einn með þeim, ástkæra Hlíð,
og armana um gestinn þau lögðu;
þau voru svo náttúrleg, voru svo fríð,
og vorkvöldin eggjuðu og þögðu.
Og oft sleit ég nauðugur augu mín frá
þeim indælu brekkum og hæðum,
sem litu á mig brosandi og liðu svo hjá
á léttum og angandi klæðum.
Og þótt hefði gárungi gaman að því
að geta þar svolítið dvalið,
og vera þá óbundinn öllum á ný
og eiga svo himneska valið.
Og margt var þér, Hlíðin mín, hættulegt þá,
sem heillaði á töfrandi leiðum,
og enginn skal vita, hvað vinur þinn sá
um vornótt á Tungufellsheiðum.
Þá manstu, að hann Hvalfjörður áleitinn er,
þó ást okkar gæti’ hann ei slitið;
en það segi ég, hvert sem það flýgur og fer,
að fátt hef ég prúðara litið.
Ég sá þetta glitrandi bláfjalla bað
í brosheiði skínandi daga;
en ég slapp nú yfrum hann allt fyrir það
og óskemmdur norður á Draga.
En kvöldsólin skein þar á Skorradals hlíð,
á skóginn og vatnsflötinn bláan;
Og mörg fannst mér indæl, en engin svo fríð,
ég unni’ honum strax sem ég sá hann.

Þorsteinn Erlingsson

  prenta