Dýr
Dálkur: I Röð: 2
© Haukur Snorrason/photos.is 
Svanasöngur á heiði

Ég reið um sumaraftan einn
á eyðilegri heiði;
þá styttist leiðin löng og ströng,
því ljúfan heyrði’ eg svanasöng,
já, svanasöng á heiði.

Á fjöllum roði fagur skein,
og fjær og nær úr geimi
að eyrum bar sem englahljóm,
í einverunnar helgidóm,
þann svanasöng á heiði.

Svo undurblítt ég aldrei hef
af ómi töfrast neinum;
í vökudraum ég veg minn reið
og vissi’ ei, hvernig tíminn leið
við svanasöng á heiði.

Steingrímur Thorsteinsson

  prenta