Atriðisorð:
Öxará




  Örnefni
Dálkur: É Röð: 40
© Haukur Snorrason/photos.is 
Þingvallasöngur

   Öxar við ána
   Árdags í ljóma
Upp rísi þjóðlið og skipist í sveit.
   Skjótum upp fána,
   Skært lúðrar hljóma,
Skundum á Þingvöll og treystum vor heit.

   Fjallhaukar skaka
   Flugvængi djarfa,
Frána mót ljósinu hvessa þeir sjón;
   Þörf er að vaka,
   Þörf er að starfa
Þjóð, sem að byggir hið ískalda Frón.

   Guð gaf oss vígi;
   Grand ógnar lýði, –
Geigvænt er djúpið og bergveggur hár,
   Ódrengskap, lygi,
   Landsvika níði,
Lævísi, tvídrægni hrindum í gjár.

   Varinn sé stáli
   Viljinn, og þreytum
Veginn, sem liggur að takmarki beinn,
   Hælumst í máli
   Minnst eða skreytum,
Mál vort er skýlaust og rétturinn hreinn.

Steingrímur Thorsteinsson

  prenta