Atriðisorð:
Hólsfjöll




  Örnefni
   •  Hallormsstaðaskógur - Þorsteinn Erlingsson
   •  Hallormsstaðaskógur - Halldór Laxness
   •  Hallormsstaður - Þórunn Valdimarsdóttir
   •  Haukadalsskógur - Gyrðir Elíasson
   •  Hegranes - Jónas Hallgrímsson
   •  Heiðmörk - Gyrðir Elíasson
   •  Heiðmörk - Baldur Óskarsson
   •  Hekla - Eggert Ólafsson
   •  Hekla - Jónas Hallgrímsson
   •  Hekla - Andri Snær Magnason
   •  Hekla - Anton Helgi Jónsson
   •  Hekla - Jónas Hallgrímsson
   •  Hekla - Kristján Jónsson
   •  Hekla - Steinunn Sigurðardóttir
   •  Hekla - Steinunn Sigurðardóttir
   •  Helgafell - Jón Helgason
   •  Hellisheiði - Steinunn Sigurðardóttir
   •  Hellissandur - Jóhann Hjálmarsson
   •  Hellnar - Birgir Svan Símonarson
   •  Herdísarvík - Haukur Ingvarsson
   •  Herdísarvík - Hannes Pétursson
   •  Herðubreið - Kristján Jónsson
   •  Herðubreið - Jón Helgason
   •  Herðubreið - Sigurbjörg Þrastardóttir
   •  Herðubreið - Grímur Thomsen
   •  Herðubreið - Gyrðir Elíasson
   •  Héraðsvötn - Þorsteinn frá Hamri
   •  Hjaltadalur - Matthías Jochumsson
   •  Hlíðabyggð - Matthías Jochumsson
   •  Hljóðabunga - Jón Helgason
   •  Hlöðufell - Jónas Hallgrímsson
   •  Hofsjökull - Jónas Hallgrímsson
   •  Hofsós - Hallgrímur Helgason
   •  Horn - Jakobína Sigurðardóttir
   •  Horn - Jón Helgason
   •  Hornbjarg - Jónas Hallgrímsson
   •  Hornbjarg - Þorsteinn Gíslason
   •  Hornbjarg - Theodóra Thoroddsen
   •  Hornstrandir - Theodóra Thoroddsen
   •  Hornstrandir - Eggert Ólafsson
   •  Hornstrandir - Jakobína Sigurðardóttir
   •  Hornstrandir - Hannes Pétursson
   •  Hornstrandir - Jónas Hallgrímsson
   •  Hólsfjöll - Matthías Johannessen
   •  Hólsfjöll - Bragi Ólafsson
   •  Hrafnagjá - Jónas Hallgrímsson
   •  Hrafnseyri - Hallgrímur Helgason
   •  Hraun í Öxnadal - Snorri Hjartarson
   •  Hraundrangar - Jónas Hallgrímsson
   •  Hreðavatn - Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  Hreiðarshóll - Jónas Hallgrímsson
   •  Húsafell - Grímur Thomsen
   •  Húsavík - Hulda
   •  Húseyjarkvísl - Berglind Gunnarsdóttir
   •  Hvalfjörður - Halldóra B. Björnsson
   •  Hvalfjörður - Þorsteinn Erlingsson
   •  Hvalfjörður - Anton Helgi Jónsson
   •  Hvalfjörður - Steingrímur Thorsteinsson
   •  Hvalsnes - Snorri Hjartarson
   •  Hvannadalshnjúkur - Birgir Svan Símonarson
   •  Hvítanes - Halldóra B. Björnsson
   •  Hvítá - Grímur Thomsen
   •  Hvítá - Sonja B. Jónsdóttir
   •  Hörgá - Hannes Pétursson
Dálkur: M Röð: 44
© Haukur Snorrason/photos.is 
Víðirhóll á Hólsfjöllum

Í hlaðinu hestasteinn
ártal 1877.
Afgirtur garður
með nokkrum reynihríslum
framan við yfirgefinn bæinn.
Niðri í túni
hvanngrænn kirkjugarður,
nú eru þeir einnig farnir
sem eitt sinn voru grafnir hér,
þeir hafa kvatt hold sitt
og bein:
af jörðu skaltu aftur
upp rísa.

Kirkjan kúrir enn
á hólnum:
hún er ekkert þreytt
segir 3ja ára sonur minn,
sem heitir í höfuð afa síns,
bónda sem eitt sinn var hér.
Ég lít á altaristöfluna:
1647, Kristur á krossi –
jafnvel hann hefur breyzt
á svo löngum tíma.

Í altarisskápnum
flaska sem stendur á
með svörtu sorgarletri:
Messuvín –
en mig þyrstir ekki.

Hér hefur ekki verið slegið högg,
þó er túnið grænt og loðið –
ekki grákalið eins og á næstu bæjum.

Á mæninum situr fugl
og syngur í kyrrðinni.

En neðar í túninu
hálfhrunin fjárhús,
þar sem enn gefur að líta
gamalt traðk eftir smáar klaufir.
Hér stóð sumarlúinn bóndi,
gaf á garðann
og ávarpaði ærnar með nafni.
Nú er hann horfinn
inn í þögnina.

Uppi í hlíðinni
stendur geitakofi
á grænum melnum,
óhruninn eins og hann eigi von á
að einhver komi:
Kiða-kiða-kið, kölluðum við
á geiturnar,
segir ung kona við hlið mér,
og augu hennar brosa.

Við fjárréttina er mýrasóley
með gulhvítu blómi
og grænum hjartalaga blöðum
– ég sé í huga mér
litla stúlku
hlaupa um þessa lynggrænu mela
með jarpt flaksandi hár
og moldbrún augu.

Hún beygir sig niður
eftir blómi
og réttir mér hjarta
úr grænu blaði,

réttir hún mér hjarta
vaxið úr dökkri mold,

og lynggróin heiðin
horfir á okkur
úr öllum áttum.

Matthías Johannessen

  prenta