Dýr
Dálkur: E Röð: 26
© Haukur Snorrason/photos.is 
Svanir

Ég heyrði þá syngja, ég sá er þeir flugu
       mót svalandi blænum,
þá grænt var í hlíðum og geisladýrð hvíldi
       sem gull yfir sænum.

En loftvegir blánuðu, laðandi fjarri,
       hve langt var að ströndum.
Og vorskýin mændu, sem marmarahallir,
       í morgunsins löndum.

Ég bað, er þeir hurfu mér hátt yfir fjöllin
       og hreimarnir eyddust,
að þeir mættu líða eins langt út í geiminn
       og litirnir breiddust.

– Í hafið þeir féllu – og hljótt er nú orðið
       að háfjallabaki,
þar heyrist ei bergmál af blíðróma söngum
       né blikvængjataki.

En loftvegir blána í laðandi fjarska;
       hve langt er að ströndum!
Og hver veit þó nema að svanir þeir syngi
       í sólfegri löndum?

Hulda

  prenta