© Haukur Snorrason/photos.is 

Sumarnótt í Skagafirði

Gullbúinn himinvagn kvöldsins
er horfinn við eyjar í þögul grunn.
Fjörðurinn lognblár og landið
lögzt til værðar með munn við munn.
Hestar að nasla á votum völlum.
Vinnulúnir menn
sofa í ró, fá heilnæma hvíld
undir herðabreiðum fjöllum.

Hannes Pétursson