© Haukur Snorrason/photos.is 

Skagafjörður
- úr minninu

Mælifellshnjúkur
stígur fram úr þokunni
með stírur í augunum

Húseyjarkvíslin
bindur silkiborða
um brún Vallhólmans

Blönduhlíðarfjöll:
fylking stórfursta
að funda í alheimsráði

Varmahlíð:
smáfríð stelpa
staðráðin í að vera

Berglind Gunnarsdóttir