© Haukur Snorrason/photos.is 

Kýrnar

Búkolla mín, blessuð skepnan,
brakinklaufa traðir kjagar,
síðan Skrauta og græna glefsu
grípur í sig annað veifið.
Á hæla Skrautu gengur Grána,
gervileg á sínu kjagi,
júgursíð og malamikil,
mjólkurlind og hyrnd að auki.
Á eftir Gránu kusi kjagar,
kálfurinn hennar granablautur.
Á eftir kusa kjaga ég,
kuggur í peysu og raula vers.

Af hverju man ég enn í dag
eftir þessu sumarkvöldi,
eftir þessu kúakjagi,
klaufabraki í moldartröðum?
Af hverju fer ég enn að raula
eins og forðum sálmalag?

Ólafur Jóhann Sigurðsson