© Haukur Snorrason/photos.is 

Spör

Þá ertu hérna
eyðimarkafari.
Þér ber ég kveðju.

En vel er mér ljóst
að aldrei
þarfnast þú okkar
sem eigum þó allt
undir farnaði þínum og gleði.

Þér ber ég kveðju . .
hún er frá kvöldroðastúlku.

Steindepill steindepill
á þessari stundu
þolir bringa mín engan söng
nema þinn.

Stefán Hörður Grímsson