© Haukur Snorrason/photos.is 

Örlygsstaðir

  Sighvatur gekk þá suður eftir gerðinu á mót Skagfirðingum.
  Hann var í bláum kyrtli og hafði stálhúfu á höfði, en öxi
  forna og rekna í hendi er Stjarna hét. Hann hélt um skaftið
  fyrir neðan augað og sneri frá sér egginni, en veifði skaftinu.
                                                Sturlunga

Við garðbrot stígur hærukollur af hesti
og hrasar í blóði á skagfirzkum sólskinsdegi:

Ég vildi geta mundað fjöður af fugli,
gleymmérei eða klófífu framan í Kolbein.
Menn halda mig vígreifan, hafi ég öxina Stjörnu.

Hitt, að ég dangla með skaftinu
sjá þeir eigi ...

Þorsteinn frá Hamri