© Haukur Snorrason/photos.is 

Íslenska þokan

Fúl og hveimleið þykir þér
þokan okkar fósturlands.
Veistu ei, maður, að hún er
efasemdir skaparans?
Hann er þá sem þú að leita
þess, hvað veðrið eigi að heita,
báða reiti ragur við:
rigninguna og sólskinið.

Stephan G. Stephansson