© Haukur Snorrason/photos.is 

Fiðla og skógur

Vængjuðum þrótti
Stíga tónar
Úr grænu birki
Um flugheiðan himin

Sólþýður vindur
Strýkur boga sínum
Um brúna mold

Sigurður Pálsson