© Haukur Snorrason/photos.is 

Sólarlag

Í djúpið sígur sólin skær.
       Húmið blíða
       á hauðrið fríða
draumablæju dökkri slær.
       Mánabjarma
       bundinn armi
þakkar heimur þeim, sem bjó
þreyttu hjarta í svefni ró.

Kristján Jónsson