© Haukur Snorrason/photos.is 

Haustvísa

Störin á flánni
er fölnuð og nú
fer enginn um veginn
annar en þú.
Í dimmunni greinirðu
daufan nið
og veizt þú ert kominn
að vaðinu á ánni ...

Hannes Pétursson