© Haukur Snorrason/photos.is 

Heygður var ég í haugi

„Heygður var eg í haugi,
hægir mundu draugi
draumar um dimma grímu
og dagshöfginn þungi.
Nú er eg barinn af báru,
baugum er stolinn haugur,
horgreip og hryggur er barinn,
Hreiðar á sér ekki leiði,
Hreiðar á sér ekki leiði.

Aftur vil eg hverfa,
sem eg áður var,
undir græna
grundar skýlu;
beri, beri
bleikar kjúkur
Hreiðars í haug
að höfði mínu –

Jónas Hallgrímsson