© Haukur Snorrason/photos.is 

Víti
(Eldgígur vestan undir Kröflufjalli)

Bar mig á brenndum auri
breiðar um funaleiðir
blakkur að Vítisbakka,
blæs þar og nösum hvæsir.
Hvar mun um heiminn fara
halur yfir fjöll og dali
sá er fram kominn sjái
sól að verra bóli.

Hrollir hugur við polli
heitum í blárri veitu,
Krafla með kynjaafli
klauf fjall og rauf hjalla;
grimm eru í djúpi dimmu
dauðaorg, þaðan er rauðir
logar yfir landið bljúga
leiddu hraunið seydda.

Jónas Hallgrímsson