© Haukur Snorrason/photos.is 

Suðursveit

Suðursveit er þó betri
en Seltjarnarnesið var;
taðan er töluvert meiri
og tunglið er rétt eins og þar.

Hitinn úr hófi keyrir,
en honum uni ég þó;
börnin hér bograst í skuggann
og blaðra sem hvolpar í mó.

Og bæjardyraburstin
ber um hvað margt sé féð –
sex þúsund sauðarleggi
er Sigfús minn búinn með.

Jónas Hallgrímsson