© Haukur Snorrason/photos.is 

Ísland

Send til jarðar
með spegilmynd af
landinu mínu á lærinu

Fæðingarblettur af
fæðingarblettinum mínum

Snæfellsnes sniðið fyrir drauga
Vestfirðir kræklótt krumla
Langanes á leiðinni burt
norður af landinu lúrir síðan Grímsey

Allt eins og það á að vera

Skammt undan
skógivaxnir innfirðir Noregsstranda

Gerður Kristný