© Haukur Snorrason/photos.is 

Seleyri

Sumarið allt í sjöum
við sjókaldan Borgarfjörð
ég stytti mér greiddar stundir
við steypu og mótagjörð.

Þar höfðinu mörgu var hallað
í hádegis mettum lúr
Vegagerðar í grænum
græjuðum hljómburðarskúr.

Á biluðum Blápúnkt-fóni
um Blindgötu nálin fór.
Úr Vilkó-súpunnar-vímu
vakti mig Magnús Þór.

Hallgrímur Helgason