© Haukur Snorrason/photos.is 

Hofsós

Hofsós er sem hugur minn,
hingað vil ég flýja
þegar ég á mér feginn finn
fundvísina nýja.

Kaupfélagið konsept er
sem kann ég vel að meta.
Þar ég sæki mótíf mér
og módernískt að eta.

En út um stéttar urðu þar
mér einatt verkin mögur.
En þegar saman safnað var
sum þó býsna fögur.

Hallgrímur Helgason